Það eru margar leiðir til að auka hraða tölvunnar og í raun skiptir allur vélbúnaður hennar máli í því sambandi. Hins vegar er ekki hægt að skipta um og stækka vélbúnað í öllum tölvum og þess vegna eru útskipti á venjulegum harðdisk fyrir SSD disk sú leið sem skilar mestri hraðaaukningu fyrir allar tölvur sem eru með útskiptanlega diska.
Kostir þess að skipta gamla disknum út fyrir SSD disk:
- SSD harðdiskar eru allt að 40% hraðari en venjulegir diskar
- SSD harðdiskar eru nánast hljóðlausir
- SSD harðdiskar nota mum minna rafmagn en venjulegir diskar
- SSD harðdiskar eru ekki eins viðkvæmir fyrir höggum og hnjaski og venjulegir diskarv
- SSD harðdiskar hitna minna
Hvað er gert?
Gamla harðdisknum þínum er skipt út fyrir nýjan SSD harðdisk og stýrikerfið sett upp frá grunni. Gögnin þín eru síðan færð til baka af gamla disknum yfir á þann nýja. Ef um borðtölvu er að ræða er hægt að nýta gamla diskinn sem aukadisk í tölvunni.
Er hægt að skipta um harðdiska í öllum tölvum?
Í langflestum tilfellum er hægt að skipta um harðdiska í PC og Apple tölvum en það geta verið undantekningar frá því sérstaklega varðandi iMac tölvur og einnig eru sumar nýjar tölvur með harðdiska (gagnageymslur) innbyggða í móðurborði.
Hvað má tölvan vera gömul?
Það eru í raun engin takmörk fyrir því hvað hún má vera gömul en hún þarf að vera búin réttum tengibrautum fyrir nýja diskinn.
Hvað er verið að tala um þegar talað er um gögn?
Gögn eru t.d. ljósmyndir, tónlist og skjöl. Forrit flokkast ekki undir gögn.
Borgar sig að skipta um harðdisk?
Að okkar mati þá borgar það sig í flestum tilvikum. Nýr harðdiskur er fjárfesting þó að tölvan sé farin að eldast. Bili tölvan eða verði ónothæf ef oftast hægt að nota diskinn áfram í annarri tölvu eða sem flakkara til afritunar.
Hvað endist harðdiskurinn lengi?
Harðdiskurinn þinn getur enst þangað til hann er orðinn úreltur. Hins vegar eykst bilanatíðni í venjulegum harðdiskum eftir 3 ára notkun en hafa ber í huga að venjulegir harðdiskar eru búnir hreyfanlegum búnaði eins og legum sem slitna með tímanum. Við mælum með því að notendur hugi vel að afritunarmálum af harðdiskum sem eru eldri en 3 ára og skipti þeim jafnvel út. SSD diskar eru oftast prófaðir til að endast í ákveðnar klukkustundir en sem dæmi þá er áætlaður endingartíma á 250GB SSD harðdisk frá SkHynix um 1.500.000 klukkustundir. Þetta er þó breytilegt eftir búnaði diskanna.