Tölvuviðgerðir og vefsíðugerð

fyrir einstaklinga og fyrirtæki

Tölvuviðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki

Við gerum við allar gerðir og tegundir af PC borð og fartölvum. Margra ára reynsla og þekking í tölvuviðgerðum ásamt fullkomnu tölvuverkstæði gera okkur mögulegt að bilanagreina tölvur á nákvæman hátt á skömmum tíma.

WordPress vefsíður

Snjalltækjavænar WordPress vefsíður og Woocommerce netverslanir á föstu verði.
Frábær lausn fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem þurfa einfaldar en öflugar heimasíður eða þurfa að uppfæra / breyta núverandi heimasíðu.

Vírushreinsun og uppsetningar

Ef tölvan þín er orðin hæg og leiðinleg þá er sniðugt fyrir þig að koma með hana í bilanagreiningu.  Við eyðum vírusum af tölvum, setjum upp stýrikerfi og tökum afrit af gögnum svo fátt eitt sé talið upp.

Uppfærslur og sérsmíði

Uppfærslur auka hraða tölvunnar þinnar og gera hana betur í stakk búna til að keyra nýjasta hugbúnaðinn og tölvuleikina. Það er alls ekki víst að það sé nauðsynlegt að skipta tölvunni út ef hún er orðin þriggja ára og sein og hæg í vinnslu. Uppfærsla í SSD harðdisk og….

Rykið skemmir tölvuna þína

Það er lögmál að allar fartölvur og borðtölvur safna ryki í kælibúnað sinn.
Með tímanum myndar rykið teppi sem stíflar loftflæðið út úr tölvunni og lokar þannig heitt loft inni í henni.
Rykið safnast saman á milli kæliviftu og kæliplötu þar sem það myndar smám saman teppi sem stíflar loftflæðið út úr tölvunni og….

Mikið úrval af aukahlutum fyrir farsíma á aukahlutir.is

Tölvuland býður upp á úrval af aukahlutum fyrir farsíma.