Er þín tölva örugg

Vírusvörn skiptir máli
Fróðleikur

Er þín tölva örugg

Það er óhætt að segja sem svo að fátt sé leiðinlegra fyrir tölvunotandann en að fá vírus á tölvuna sína.
Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki aðeins leiðinlegt heldur getur það hreinlega verið hættulegt að fá vírus á tölvuna sína.

Vírusar eru oftast hættulegir
þ.e. þeir skemma tölvuna okkar, stela upplýsingum af henni, nota hana í eigin þágu eða taka hana hreinlega í gíslingu. Njósnaforrit „spyware“ og PUP forrit eru kannski ekki eins hættuleg en þau hafa samt slæm áhrif á virkni tölvunnar okkar um leið og þau njósna um okkur. Við tölum alltaf um þessa hluti alla saman sem „vírusa“.

Hvernig komast vírusar inn í tölvuna okkar?

Vírusar komast inn í tölvuna okkar í gegnum niðurhal, tölvupóst, af utanáliggjandi diskum eða minnislyklum og af heimasíðum sem við heimsækjum.

Við fáum stundum tölvupóst sem segir að nú þurfi að uppfæra þetta eða hitt eða að það sé komin sending til okkar með UPS svo fátt eitt sé talið. Þessum póstum fylgir oft forrit í viðhengi eða netslóð til að smella á.· Ef við hinir grunlausu tölvunotendur látum glepjast og opnum viðhengin eða smellum á netslóðina opnum við leiðina fyrir vírusinn inn a tölvuna okkar.

Falskt öryggi (roque security)

er illskeyttur vírus sem setur sig upp í notendaprófíl tölvunnar. Hann byrjar síðan að keyra falska vírusskönnun og birta okkur skilaboð um að tölvan okkar sé vírussýkt. Ef við fylgjum ráðleggingum vírussins um að kaupa í gegnum hann vírusvörn lendum við inni á fagmannlega útlítandi vefsíðu þar sem við getum borgað fyrir að losna við vírusinn. Gerum við það hverfur hann í kannski einn dag en birtist okkur síðan aftur með sömu skilaboð.

Bot vírusar

eru forrit sem nota tölvuna okkar til að senda ruslpóst víða um heiminn. Þeir stela líka öllum netföngum í netfangaskránni okkar og koma þeim í dreifingu. Þannig getur einn notandi sem passar vel upp á að vera með vírusvarnir í lagi og fær aldrei vírus í tölvuna sína lent í því að fá einn daginn ruslpósta í tugatali vegna þess að einhver á póstlistanum hans er með vírussýkta tölvu sem hefur komið hans netfangi ásamt öðrum í dreifingu.

Kóðar

geta legið inni á vefsíðum þar sem þeir bíða eftir því að þú heimsækir síðuna svo að þeir geti smitað tölvuna þína. Þegar þú heimsækir vefsíður sækir netvafrinn þinn fullt af upplýsingum á síðuna og geymir þær á harðdisknum þínum.· Þetta eru t.d. myndir og fleira. Þetta gerir netvafrinn til þess að auka þinn hraða á netinu. Internet security eða Total Security forrit verja þig fyrir sýktum vefsíðum.

Hvernig komum við í veg fyrir vírusa

Fyrst og fremst þurfa allar tölvur að vera búnar öflugri vírusvörn. Vírusvarnir eru misjafnar eins og þær eru margar og sumar þeirra veita litla vörn og eru þungar í keyrslu. Að nota ókeypis vírusvörn er ekki ósvipað því og að skilja útidyrnar eftir opnar. (Það er EKKERT ókeypis í þessum heimi!) Öflug vírusvörn kostar lítið í samanburði við þann kostnað sem hlýst af því að láta hreinsa vírusa út af tölvunni sinni. Öflug vírusvörn veitir allt að 95% vörn gegn vírusum.

Við þurfum líka að vera meðvituð um þá staðreynd að það er enginn þarna úti að gefa okkur eitt eða neitt. Við vinnum ekki í lottói nema kaupa miða og við fáum ekki sendingu með UPS ef við pöntuðum ekki neitt. Komi tölvupóstur frá Microsoft, Facebook eða einhverjum sem við vitum ekki hver er þá á eigum við að smella á „delete“ takkann á lyklaborðinu og eyða honum strax án þess að opna hann.

Við vitum hvaða vírusvarnir virka og bjóðum þær á góðu verði með uppsetningu innifaldri. Hér getur þú keypt öfluga vírusvörn.

Sendu okkur fyrirspurn

Tölvuverkstæði

Skeljagrandi 1
107, Reykjavík

Opið

M-F: 13.00 – 17.00
L-S: Lokað

Sími

899-3417