Upplýsingar
Sendu okkur fyrirspurn
Heimilisfang
Skeljagrandi 1,107 Reykjavík
Gengið inn sjávarmegin frá bílastæði.
GPS hnit:
Longitude: -21.979852826334536
Latitude: 64.14993326630196
Opnunartími
Föstudaga: 13:00-16:00
Lokað um helgar
Sími
tolvuland@tolvuland.is
Tölvan mín er biluð. Getið þið gert við hana og hvað kostar það.
Ef þig vantar upplýsingar varðandi kostnað við viðgerð á tölvunni þinni en veist ekki hvað er að henni þá viljum við benda þér á að það er einfaldast fyrir þig að koma með tölvuna til okkar í bilanagreiningu. Hér getur þú kynnt þér hvað bilanagreining felur í sér.
Hvað kostar tími á verkstæðinu hjá ykkur?
Þú getur séð þjónustuverðlistann okkar hér á síðunni. Ef þú finnur ekki verð á þeirri þjónustu sem þú ert að leita eftir þá sendu okkur fyrirspurn og við svörum þér um hæl.
Þarf ég að panta tíma áður en ég kem með tölvuna til ykkar?
Nei þú þarft ekki að panta tíma. Þú getur komið með tölvuna á opnunartíma verkstæðis.
Skiptið þið um batterí í fartölvum
Já við gerum það en því miður þá eigum við aldrei rafhlöður til á lager og það er erfitt að flytja þær inn vegna reglna um flutining á rafhlöðum í flugi.
Raflöður í Mac tölvur
Rafhlöður eru límdar í nýrri gerðir Apple/Mac fartölva og það er kostnaðarsamt að skipta um þær. Við mælum með því að þú talir við Apple umboðið á Íslandi ef þú þarft nýja rafhlöðu í Mac tölvuna þína.

