Ofhitnun tölvunnar

Hitinn eyðileggur
Fróðleikur

Ofhitnun tölvunnar

Kælingin

Ef tölvan þín hitnar mikið þá getur verið að kæliviftan sé full af ryki eða að leiðni á milli örgjörva og kælingar sé uppþornuð og óvirk.
Örgjörvinn í tölvunni þinni myndar hita sem er leiddur með málmpípum og plötum að kæliviftunni þar sem málmurinn verður að riffluðum málmþinnum sem kæliviftan blæs lofti í gegnum. Þessar riffluðu málmþinnur eru ekki ósvipaðar vatnskassa í útliti.

Hitaleiðnin

Ef leiðni á milli örgjörva og málmpípanna er í ólagi situr hitinn eftir í örgjörvanum með þeim afleiðingum að tölvan getur ofhitnað og móðurborð hennar og örgjörvi eyðilagst. Þetta á við um örgjörva tölvunar, skjákortsins og einnig kubbasett tölvunnar.

Kælikremið

Leiðni á milli örgjörva og málmpípanna er oftast mynduð með kremi sem á ensku kallast „Thermal compound“ en við köllum yfirleitt bara „kælikrem“. Með tímanum þornar kremið og tapar leiðni sinni. Þegar þannig er komið þá þarf að skipta um kælikremið.
Myndin hér sýnir kælibúnaðinn á Apple MacBook Pro fartölvu sem er framleidd árið 2011. Kremið er uppþornað og ónýtt og þarfnast endurnýjunar. Mundu að hitinn eyðileggur. Með kælingu tölvunnar í lagi er öruggt að þú eykur líftíma hennar.

Sendu okkur fyrirspurn

Tölvuverkstæði

Skeljagrandi 1
107, Reykjavík

Opið

M-F: 13.00 – 17.00
L-S: Lokað

Sími

899-3417