Viðhald og vefumsjón

Viðhald

Þegar vefsíðan er tilbúin og komin í notkun þarf að viðhalda henni. Viðhald felst m.a. í því að uppfæra hugbúnað síðunnar með öryggisuppfærslum. Öryggisuppfærslur koma reglulega og eru þær gefnar út til að laga öryggisgalla í hugbúnaði vefsíðunnar og lágmarka hættuna á því að hún sé „hökkuð“ eða tekin í gíslingu. Mánaðarlegt viðhald á vefsíðunni er innifalið í hýsingargjöldum ef þú velur að hýsa síðuna hjá okkur. Ef síðan er ekki hýst hjá okkur þá bjóðum við upp á viðhaldsþjónustu gegn föstu gjaldi.

Vefumsjón

Ef þú vilt eyða tíma þínum í eitthvað annað en að uppfæra og setja inn efni á vefsíðuna þína þá bjóðum við upp á þá þjónustu á sanngjörnu verði. Þú sendir einfaldlega til okkar það efni sem þú vilt setja á síðuna og við sjáum um afganginn. Við innheimtum tímagjald vegna þessarar þjónustu.

Verðlisti vefþjónustu