Tölvuviðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki
PC tölvur-Allar gerðir og tegundirTölvuviðgerðir
Við bilanagreinum allar PC tölvur og skiptum um útskiptanlega hluti séu þeir bilaðir. Við straujum PC tölvur, hreinsum út vírusa og njósnaforrit, uppfærum hægar tölvur og smíðum nýjar. Við bjóðum upp á gagnaafritun, rykhreinsun, ástandsmat og uppsetningar á Windows og Office.
Tölvuverkstæði
Við skiptum um vélbúnað í PC tölvum eins og t.d. móðurborð, fartölvuskjái, raftengi, harðdiska, skjákort, spennugjafa og fleira.
Það eina sem þú þarft að gera er að panta tíma og koma með tölvuna þína til okkar á verkstæðið. Við bilanagreinum hana og segjum þér hvað þarf að gera til að koma henni í lag, hvað það kostar og hvað það tekur langan tíma. Ef þú ákveður að láta okkur ekki gera við tölvuna þarftu að greiða okkur skoðunargjald fyrir þjónustuna. Ef þú ákveður að láta okkur gera við tölvuna fellur skoðunargjaldið niður.
Stýrikerfi
Við setjum upp Windows stýrikerfi á PC tölvur, hvort sem um grunnuppsetningu eða enduruppsetningu er að ræða. Þegar um enduruppsetningu er að ræða er harðdiskur tölvunnar formattaður (öllu eytt út af honum) og stýrikerfi sett upp frá grunni. Allir reklar (driverar) eru settir upp á tölvuna og uppfærðir ef þörf er á. Að lokum er stýrikerfið uppfært og prófað.
Rykhreinsun
Við rykhreinsum vélbúnað tölvunnar þinnar. Það er lögmál að allar tölvur safna ryki í kælibúnað sinn. Með tímanum myndar rykið teppi sem stíflar loftflæðið út úr tölvunni og lokar þannig heitt loft inni í henni.
Afritun á gögnum
Við getum tekið afrit af gögnum tölvunnar áður en stýrikerfi hennar er enduruppsett. Við afritatöku eru gögn vírusskönnuð til að koma í veg fyrir að vírusar fylgi með afritunum. Að lokinni enduruppsetningu á stýrikerfi er afritum skilað til baka á sinn stað á tölvunni. Athugið að ekki er hægt að taka afrit af forritum. Þau þarf að setja upp aftur
Uppsetning á Office ritvinnsluhugbúnaði
Við setjum upp office á PC tölvum. Athugið að innskráningarupplýsingar þurfa að fylgja með
Vírusvarnir
Við setjum upp vírusvarnir á tölvum. Eigendur geta komið með eigin vírusvörn til uppsetningar en einnig er hægt að kaupa vírusvarnir hjá okkur.
Tímapöntun er nauðsynleg
Ef þú ætlar að koma með tölvuna þína á verkstæðið til okkar þá þarftu að panta tíma. Þú getur pantað tíma fyrir tölvuna þína hér.
Við ábyrgjumst okkar vinnu
Við tökum að sjálfsögðu ábyrgð á okkar vinnu í samræmi við lög um þjónustukaup.