Vírushreinsun

Vírusar og aðskotahlutir gera tölvuna þína hæga og geta valdið bilunum í hugbúnaði hennar.

Við leitum að og eyðum vírusum.

Tölvan þín er skönnuð með öflugum vírusvarnarhugbúnaði, vírusar hreinsaðir út og keyrslur á vírusum og aðskotahlutum eru stöðvaðar.
Vírus er ekki alltaf eitthvað forrit sem skemmir hugbúnað tölvunnar og gerir hana hæga í vinnslu. Vírusar er margskonar og geta t.d. tekið tölvuna þína í gíslingu, notað hana sem dreifingarmiðstöð til að sýkja aðrar tölvur eða jafnvel til að gera árás á netkerfi.

Öflug vírusvörn borgar sig.

Ókeypis vírusvörn er léleg vörn. Svona svipað og skilja útidyrnar eftir opnar.

Hvernig komum við í veg fyrir vírusa

Fyrst og fremst þurfa allar tölvur að vera búnar öflugri vírusvörn. Vírusvarnir eru misjafnar eins og þær eru margar og sumar þeirra veita litla vörn og eru þungar í keyrslu. Að nota ókeypis vírusvörn er ekki ósvipað því og að skilja útidyrnar eftir opnar. (Það er EKKERT ókeypis í þessum heimi!) Öflug vírusvörn kostar lítið í samanburði við þann kostnað sem hlýst af því að láta hreinsa vírusa út af tölvunni sinni. Öflug vírusvörn veitir allt að 95% vörn gegn vírusum.

Við þurfum líka að vera meðvituð um þá staðreynd að það er enginn þarna úti að gefa okkur eitt eða neitt. Við vinnum ekki í lottói nema kaupa miða og við fáum ekki sendingu með UPS ef við pöntuðum ekki neitt. Komi tölvupóstur frá Microsoft, Facebook eða einhverjum sem við vitum ekki hver er þá á eigum við að smella á „delete“ takkann á lyklaborðinu og eyða honum strax án þess að opna hann.

Við vitum hvaða vírusvarnir virka og bjóðum þær á góðu verði með uppsetningu innifaldri. Hér getur þú keypt öfluga vírusvörn.