Endurvinnsla hefst með endurnotkun !

Draga úr notkun, endurnota, endurvinna eru hugtök sem hafa fylgt okkur flestum frá barnsaldri.  Endurvinnsla er hins vegar eina hugtakið sem virðist hafa fest sig í huga okkar.  Á hverjum einasta degi kaupum við, notum og endurvinnum.  Í hverri einustu viku dröslum við enduvinnanlegu hlutunum okkar niður í Sorpu eða í flokkunartunnuna í ruslageymslunni, sannfærð um að við séum að leggja okkar af mörkum til að vernda umhverfið sem við lifum í.

Því miður þá er þetta ekki svona einfalt.  Það eru takmörk á endurvinnslu, sérstaklega þegar kemur að hátæknihlutunum okkar.  Ekkert raftæki er 100% endurvinnanlegt.  Ekki flatskjárinn sem hangir á stofuveggnum.  Ekki fartölvan á skrifborðinu.  Ekki einu sinni síminn sem við erum með í vasanum.

Á milli 20% og 35% af þeim hlutum sem notaðir eru til að búa til símann okkar tapast þegar þeir eru tættir niður og bræddir fyrir endurvinnslu.  Margir af þeim sjalfgæfu málmum sem finnast á jörðinni eru þannig alls ekki endurunnir.  Endurvinnsla er versta besta lausnin.  Þess vegna átt þú að draga úr notkun, endurnota og gera við.  Enduvinnsla á aðeins að vera lokalausnin, þegar ekkert annað er mögulegt.

20% Tapast

Á milli 20% og 35% af þeim hlutum sem síminn okkar inniheldur tapast þegar hann er tættur niður og bræddur í endurvinnslu.

17 sjaldgæfir jarðmálmar

Sjaldgæfir jarðmálmar eru til staðar í hverju einasta raftæki sem þú átt.  99% af þeim er ekki hægt að bjarga í endurvinnslu.

1,200 Ljósaperur

Til að framleiða farsímann þinn er notað rafmagn sem dugar fyrir 1.200 60 vatta ljósaperur í klukkutíma.  Það rafmagn tapast þegar síminn þinn er tættur niður.

0 Snjallsímar

Þetta er fjöldi þeirra síma sem hafa verið framleiddir úr endurvinnanlegum efnum.  Við getum ekki búið til nýjan snjallsíma úr þeim gamla.

Endurvinnsla á raftækjum er sóun á orku.

Endurvinnsla er betri kostur en að henda hlutunum í ruslið.  Hins vegar er endurvinnsla ekki lausn-og hún er alls ekki eins „umhverfisvæn“ og framleiðendur raftækja vilja að þú trúir.

Þegar þú kaupir snjallsíma eða spjaldtölvu, þá fylgir því nokkuð sem þú getur hvorki séð né fundið fyrir: aflið/orkan sem síminn hefur að geyma.

Það útheimtir (raunverulega) tonn af náttúruauðlindum, hundruði vinnustunda og ótrúlegt magn af orku að framleiða raftæki sem flest okkar nota í minna en tvö ár.  70% af þeirri orku sem fartölva notar á líftíma sínum er notuð við framleiðlu á henni.  Í tilfelli borðtölvu er hlutfallið (eins hátt og)/heil 80%

Hvað fer mikil orka í að framleiða tölvu?  Um það bil jafn mikil og fer í framleiða ísskápinn þinn.

Það getur vel verið að raftækin okkar séu snjöll, en þau eru líka skítug.

Hér er það sem fer í dótið(tækið) þitt áður en þú kaupir það:

  • Einn örtölvukubbur, sem vegur minna en eina únsu, drekkur í sig heil 70 pund af vatni.
  • Jarðeldsneyti sem ein borðtölva(skjáborð?) notar samsvarar 12 sinnum þyngd hennar.
  • Ein borðtölva gefur frá sér yfir 500 pund af koltvísýring í framleiðsluferlinu.

Ekki er hægt að endurheimta alla þessa orku, allt þetta vatn, og allan þennan útblástur í endurvinnslunni. Þegar símar og tölvur, sem hægt er að laga eða endurnota, eru tætt niður á meðan endurvinnslu stendur, þá er einnig verið að eyða orkunni og efnunum sem tækin hafa að geyma.
Endurvinnslan stoppar ekki lekann / leysir ekki vandann / lokar ekki fyrir gatið.

Raftæki neytenda eru einar flóknustu vörurnar sem við kunnum að búa til. Hinn almenni farsími er gerður úr að minnsta kosti 500 íhlutum—og flestir þeirra tilheyra flókinni blöndu mismunandi efna.

Að framansögðu er það ljóst að endurvinnsla á raftækjum er mun erfiðari og flóknari en endurvinnsla á einhverju eins og blikkdós. T.d. hefur hinn dæmigerði farsími að geyma 40% málma, sem eru allir samsettir í málmblöndu. Þeir sem vinna að endurvinnslu þurfa þar af leiðandi að leysa hvern stakan málm frá blöndunni/samsetningunni áður en hægt er að setja hann aftur á markað.

Sumir málmar, eins og sjaldgæfusta málma jarðarinnar, er annaðhvort of erfitt eða of dýrt að aðskilja fyrir endurvinnslu. Um það bil helmingur málmanna í farsíma tapast í málmbræðsluferli endurvinnslu.

    • Hvað inniheldur síminn þinn/Úr hverju er síminn þinn?
    • Helmingur þeirra rúmlega þrjátíu málma sem eru í farsímanum þínum tilheyra „virku endurvinnslustigi“ sem merkir að ekki er hægt að varðveita eiginleikana sem gerðu málminn eftirsóknarverðan í upphafi, og málmurinn getur ekki verið endurnýttur.

Það er betri leið…

Áhrifaríkasta leið okkar til þess að draga úr umhverfislegum usla raftækja okkar er að varðveita/geyma þau í eins langan tíma og mögulegt er.

Viðgerð er fyrsta varnarúrræðið gegn sóun. Hún lengir endingu raftækja: notendur geta skipt um bilaða hluti, sett í betri batterí, eða uppfært vinnsluminni og um leið afköst tækisins hvenær sem þeir/þær vilja. Það þýðir að færri hlutir enda í landfyllingum og færri hlutir í tætara endurvinnslunar.

Og það endar ekki hjá eigandanum. Iðnrekendur/Framleiðendur geta einnig gert við vörur sínar. 65% allra innheimtra farsíma í Bandaríkjunum eru fágaðir upp eða gert er við þá, síðan eru þeir endurseldir-ekki endurunnir. Það er vegna þess að þeir sem endurvinna þéna að meðaltali um 50 sent á hvern endurunninn síma. Þeir sem endurselja, til samanburðar, þéna um 20 dali á síma.

Enn betra er að þegar gert er við hluti, þá inniheldur hann alla orkuna og efnin sem hann notaði í framleiðsluferlinu. Engu er sóað. Engu er tapað.

Viðgerð er betri en endurvinnsla

Og við erum ekki þau einu á þeirri skoðun. Ellen MacArthur Foundation, segir að besta leiðin til að styðja við bæði efnahag/hagkerfi/atvinnulíf og umhverfið sé í gegnum „Hringlaga Hagkerfi/Efnahag,“ þar sem auðlindir eru sniðnar að víðtækri endurnýtni.

Viðgerð er innra lagið í „Hringlaga Hagkerfi/Efnahag,“ sem gerir hana að fljótustu og áhrifaríkustu aðferðinni til að fá sem mesta nýtni út úr auðlindum okkar.
Draga úr notkun, endurnota, gera við og síðan endurvinna.  Það er betra fyrir plánetuna okkar.

Heimildir og myndir: www.ifixit.org/