Hvað er SSD harðdiskur og að hvaða leyti er hann frábrugðinn venjulegum harðdisk?


Að innan lýtur venjulegur harðdiskur út ekki ósvipað og plötuspilari, diskur sem snýst undir armi.  Venjulegir harðdiskar hafa verið til frá árinu 1956 en á þeim tíma sem liðinn er síðan þá hafa þeir tekið framförum varðandi hraða og geymslupláss. Kosturinn við venjulega harðdiska er einna helst það mikla magn af gögnum sem þeir geta geymt.  Ókostirnir eru hins vegar margir eins og orkunotkun, hiti, hávaði og sú staðreynd að þeir snúast á legu sem minnkar áreiðanleika þeirra með hverju ári sem þeir eru í notkun. Þeir eru einnig viðkvæmir fyrir höggum og hnjaski.  Eftir 3 ára notkun eykst bilanatíðni venjulegra harðdiska talsvert og er notendum ráðlagt að huga að útskiptum á svo gömlum disku eða gera ráðstafanir til að afrit séu til af þeim gögnum sem geymd eru á diskunum.

Nokkrir kostir þess að nota venjulegan harðdisk:

  • Mikið geymslupláss
  • Hagstætt verð

Í raun er réttara að tala um gagnageymslu en harðdisk þegar talað er um SSD disk.  Við viljum hins vegar tala um SSD diska sem harðdiska á meðan þeir eru í því formi sem ætlað er til að keyra stýrikerfi og vista gögn á tölvum.  SSD harðdiskar (Solid State Drive) notast við flash minni og þeir innihalda enga hreyfanlega hluti. Þeir eru margfalt hraðari í ræsingu og vinnslu en venjulegir harðdiskar, þola högg og hnjask mun betur, eru nánast hljóðlausir, hitna lítið sem ekki neitt og nota minna rafmagn en venjulegir harðdiskar.  Þrátt fyrir að SSD harðdiskar innihaldi enga hreyfanlega hluti eða legur er ekki þar sem sagt að þeir endist að eilífu.  Hægt er að skrifa og lesa gögn af  hverjum minniskubbi í SSD harðdisk í ákveðinn fjölda skipta eða klukkustunda.  Algengur tíma þegar miðað er við 250GB SSD disk er frá 1,5 upp í 2.000.000 stunda.  Helsut ókostirnir við SSD harðdiska er verðið á þeim sem er mun hærra en á venjulegum diskum og einnig það gagnamagn sem þeir geta geymt en verð á SSD harðdiskum er oftast það sama og á venjulegum harðdisk með tvöfalt meira geymslupláss.

Nokkrir kostir þess að nota SSD harðdisk:

  • SSD harðdiskar eru allt að 30% hraðari en venjulegir diskar bæði í ræsingu og vinnslu.
  • SSD harðdiskar eru nánast hljóðlausir
  • SSD harðdiskar nota mum minna rafmagn en venjulegir harðdiskar og henta því einstaklega vel í fartölvur.
  • SSD harðdiskar eru ekki eins viðkvæmir fyrir höggum og hnjaski og venjulegir diskar
  • SSD harðdiskar hitna minna

Athugið að hér að ofan er aðeins farið í helstu þætti sem greina á milli SSD og venjulegra harðdiska og er listinn ekki tæmandi.

Til gamans má geta þess að stærstu harðdiskaframleiðendur heims, Western Digital og Seagate, höfðu fram til þessa árs ákveðið að veðja á hið mikla geymslupláss sem venjulegi harðdiskurinn býður upp á í stað hraða SSD disksins.  Í stað þess að bjóða upp á SSD diska buðu framleiðendurnir upp á svokallaða „hybrid“ diska eða SSHD sem er venjulegur harðdiskur búinn flash minni.  Flashminnið átti að auka hraðann til samræmis við SSD diska án þess að fórna geymsluplássi venjulega harðdisksins.  Með nýlegri tilkomu SSD harðdisks frá Western Digital virðist það vera sem svo að SSD diskurinn hafi orðið ofan á sem framtíðar gagnageymsla fyrir tölvur?