Vandamál og bilanir

Tölvan mín er mjög hæg og sein að öllu

Það getur verið að stýrikerfi tölvunnar þinnar sé bilað eða það sé vírus á henni. Það getur líka verið að það þurfi að uppfæra hana til að hún ráði við nýjasta hugbúnaðinn.
Ef þú kemur með tölvuna til okkar í bilanagreiningu færðu að vita hvað er að henni og hvað það kostar að laga hana.

Tölvan mín kveikir ekki á sér
Það er margt sem getur orsakað það að tölvan kveikir ekki á sér og einfaldast fyrir þig að koma með hana í bilanagreiningu. Þú getur lesið meira um bilanagreininguna hér.
Fartölvan mín hitnar mikið og hún er óvenjulega hávær

Kælikerfi fartölvunnar þinnar gæti verið fullt af ryki en við mælum með því að fartölvur séu rykhreinsaðar einu sinni á ári. Ef tölvan er eldri en 4 ára þá getur einnig verið nauðsynlegt að endurnýja kælileiðni á örgjörvakælingu tölvunnar. Þú getur lesið meira um ofhitnun tölvunnar hér.

Það kemur ekkert á skjáinn þegar ég kveiki á tölvunni
Það er margt sem getur orsakað það að ekki komi mynd á skjáinn þinn. Móðurborðið, vinnsluminnið eða skjárinn sjálfur gæti verið bilaður.
Það helltist vökvi yfir fartölvuna mína. Er nóg fyrir mig að snúa henni við ?
Nei það dugar ekki að snúa tölvunni við. Ef það hefur farið vökvi yfir tölvuna þína þá þarftu að rjúfa straum af henni strax. Með straumi er bæði átt við að aftengja ragmagnstengi og rafhlöðuna. Ef þú getur ekki tekið rafhlöðuna úr tölvunni sjálf(ur) þá þarftu að koma henni á verkstæði sem allra fyrst. Stundum er hægt að bjarga tölvum sem hafa fengið vökva yfir sig en þá skiptir máli um hvernig vökva er að ræða og hversu langt er liðið frá vökvatjóninu.
Það gerist ekkert þegar ég set tölvuna í samband við rafmagn
Ef tölvan þín tekur ekki straum þegar henni er stungið í samband við rafmagn þá getur verið að raftengi tölvunnar sé brotið, raflaðan sé orðin léleg eða hleðslutækið sé bilað. Lélegar rafhlöður eiga það til að valda því að tölvan tekur ekki straum. Þá er oft nóg að taka farhlöðuna úr sambandi frá tölvunni. Brotin raftengi er oftast hægt að skipta um.
Tölvan mín er biluð. Borgar sig nokkuð að gera við hana?
Það borgar sig oftast að gera við tölvur nema þær séu mjög gamlar eða búnar ódýrum afllitlum vélbúnaði. Með því að láta gera við tölvuna sparar þú peninga og leggur þitt af mörum við að minka kolefnissporið.

Almennar spurningar

Hvað eruð þið lengi að gera við tölvuna mína?
Viðgerðartími fer eftir því hvað er að tölvunni þinni. Best er fyrir þig að koma með tölvuna í bilanagreiningu en að henni lokinni færðu að vita hvað er að tölvunni, hvað það kostar að gera við hana og hvað það tekur langan tíma. Bilanagreining tekur oftast að hámarki 1 sólarhring.
Hvað kostar tími á verkstæðinu hjá ykkur?
Þú getur séð þjónustuverðlistann okkar hér á síðunni. Ef þú finnur ekki verð á þeirri þjónustu sem þú ert að leita eftir þá sendu okkur fyrirspurn og við svörum þér um hæl.
Þarf ég að panta tíma áður en ég kem með tölvuna til ykkar?
Já.  Þú getur pantað tíma hér.
Þarf ég vírusvörn á tölvuna mína?

Það getur verið að það sé nauðsynlegt fyrir þig að kaupa áskrift að vírusvörn en það fer svolítið eftir því hvað þú ert að gera í tölvunni.
Í dag eru PC tölvur sem keyra á Windows 10 og 11 búnar innbyggðri vírusvörn (Windows Defender). Einnig bjóða netwarar eins og Google Chrome upp á ágætis öryggisstillingar.  Lesa meira…

Skiptið þið um batterí í fartölvum?
Já við gerum það en því miður þá eigum við aldrei rafhlöður til á lager og það er erfitt að flytja þær inn vegna reglna um flutining á rafhlöðum í flugi.
Gerið þið við síma?
Nei við gerum ekki við síma
Gerið þið við spjaldtölvur?

Já og nei.  Vertu í sambandi við okkur ef þú er með bilaða spjaldtölvu