Bilanagreining

Allar tegundir af PC borð og fartölvum

Það er betra að vita nákvæmlega hvað er að

Við skoðum tölvuna þína og finnum út hvað er að henni. Þú færð að vita hvað viðgerðin kostar og hvað hún tekur langan tíma. Ef þú ákveður að láta gera við tölvuna greiðir þú viðgerðarkostnaðinn en kostnaður vegna bilanagreiningarinnar fellur niður. Það skiptir ekki máli hvernig PC tölvu þú átt. Við skoðum og gerum við allar tegundir og gerðir.

Það getur verið erfitt að bilanagreina tölvur í gegnum síma eða tölvupóst. Einfaldasta og þægilegast leiðin fyrir þig til að komast að því hvað er að tölvunni þinni er að panta tíma fyrir hana á verkstæðinu okkar og koma henni síðan til okkar. Svona er ferlið:

1. Tölvan á verkstæði

Þú kemur tölvunni á verkstæðið til okkar.

2. Bilanagreining

Við skoðum tölvuna og finnum út hvað er að henni og hvað þarf að gera til að koma henni í lag.

3. Við látum þig vita

Við látum þig vita hvað er að tölvunni þinni, hvað viðgerðin kostar og hvað hún tekur langan tíma.

4. Þú samþykkir viðgerð.

Við gerum við tölvuna og látum þig vita þegar hún er tilbúin.

4. Þú hafnar viðgerð.

Þú sækir tölvuna á verkstæðið til okkar og greiðir fyrir bilanagreiningu.

5. Að viðgerð lokinni.

Þú sækir tölvuna á verkstæðið til okkar og greiðir fyrir viðgerðina.
r

Rykhreinsun

Rykhreinsun er innifalin í öllum tölvuviðgerðum hjá okkur.
h

Ábyrgð

Við tökum að sjálfsögðu ábyrgð á okkar vinnu í samræmi við lög um þjónustukaup.