Uppfærslur og sérsmíði
Allar tegundir af PC borð og fartölvum
Uppfærslur auka hraðann.
Uppfærslur auka hraða tölvunnar þinnar og gera hana betur í stakk búna til að keyra nýjasta hugbúnaðinn og tölvuleikina. Það er alls ekki víst að það sé nauðsynlegt að skipta tölvunni út ef hún er orðin sein og hæg í vinnslu. Uppfærsla í SSD harðdisk og meira vinnsluminni getur gefið henni nýtt líf og lengt líftíma hennar um einhver ár.
Uppfærsla er hagkvæm lausn.
Áður en þú „hendir“ tölvunni þinni og kaupir nýja þá ættir þú að kanna hvort það sé hægt að uppfæra hana og hvort að það borgi sig.
Þegar gamla tölvan verður sein og hæg í vinnslu er það oftast vegna þess að hún er að keyra nýjan hugbúnað sem er þyngri í keyrslu en sá sem var upphaflega á henni. Með því að uppfæra vélbúnaðinn á móti er hægt að auka hraða tölvunnar og gera hana betur í stakk búna til að keyra þennan nýja hugbúnað.
Örgjörvinn skiptir máli.
Ef tölvan þín er búin öflugum örgjörva þá er mjög líklegt að það borgi sig að uppfæra hana. Með því að skipta gamla harðdisknum út fyrir nýtt SSD drif og auka vinnsluminnið í leiðinni verður tölvan þín allt að 40% hraðari í allri vinnslu. Það er þess vegna oft engin ástæða að henda tölvunni og kaupa nýja. Slíkt er stundum ekkert annað en sóun á verðmætum.
Ekki alltaf hægt að uppfæra.
Það er reyndar ekki alltaf hægt að uppfæra harðdiska og vinnsluminni í fartölvum en það er hægt í flest öllum borðtölvum. Í dag eru sumar fartölvur framleiddar þannig að vinnsluminnið er innbyggt í móðurborð tölvunnar og stundum harðdiskurinn líka.
Sérsmíðaðar borðtölvur.
Sérsmíði á borðtölvum er oftast mun betri kostur en að kaupa tilbúna tölvu. Með sérsmíði getur þú valið þann vélbúnað sem þú vilt fá í tölvuna og ráðið stærð hennar. Hægt er að velja um allt frá lítilli og öflugri smátölvu sem hægt er að festa aftan á tölvuskjáinn upp í risastóra turntölvu og allt þar á milli. Við sérsmíðum heimilistölvur, fyrirtækjatölvur og leikjatölvur og veitum ráðleggingar um val á vélbúnaði.