Um okkur
Hver erum við?
Tölvuviðgerðir og þjónusta frá 2009
Allar almennar tölvuviðgerðir.
Tölvuland sérhæfir sig í viðgerðum á PC fartölvum og borðtölvum. Verkstæðið er fullkomið og vel tækjum búið þar sem öllum almennum tölvuviðgerðum er sinnt. Við skiptum um vélbúnað í tölvum, setjum upp hugbúnað og hreinsum út vírusa svo fátt eitt sé talið upp.
Frjálst og óháð tölvuverkstæði.
Strax í upphafi var tekin sú ákvörðum að marka fyrirtækinu sérstöðu á markaðnum með því að selja ekki nýjar tölvur til viðskiptavina eins og flest tölvuþjónustufyrirtæki á Íslandi gera. Við eigum þannig engra söluhagsmuna að gæta og erum ekki háðir því að selja ákveðið magn af tölvum í hverjum mánuði. Viðskiptavinir okkar geta þannig treyst því að fá rétta bilanagreiningu á tölvunni sinni, upplýsingar um viðgerðarkostnað, notkunarmöguleika og líftíma tölvunnar.
Föst verð til hagsbóta fyrir þig.
Tölvuland var fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á föst verð á nánast öllum þjónustuliðum. Við vitum hvað það kostar að gera við tölvuna þína og við viljum að þú vitir það líka áður en þú lætur gera við hana.
Við gerum við.
Við höfum alltaf verið óþreytandi við að halda á lofti þeirri hugsjón okkar að gera við ef það er mögulegt í stað þess að henda og kaupa nýtt. Við erum einnig meðvitaðir um að allir hlutir eiga sinn tíma og stundum er tölva sem kemur til okkar í bilanagreiningu einfaldlega of gömul til að það borgi sig að gera við hana. Í slíkum tilvikum ráðleggjum við viðskiptavinum okkar um val á nýrri tölvu í samræmi við fyrirhuguð not.
Heimasíðugerð og hýsingar.
Við byrjuðum að gera heimasíður þegar þær voru unnar í html og notast var við forrit eins og FrontPage og gamla góða NotePad ritilinn. Síðan hafa einhverjir tugir ára liðið hjá og í dag gerum við heimasíður aðallega í WordPress og Joomla og netverslanir í WooCommerce. Heimasíðugerð í dag snýst að stærstum hluta um að aðlaga útlit að þörfum viðskiptavina en minna um hönnun á útliti. Markaður með tilbúin útlit fyrir WordPress og Joomla er gríðarlega stór og er þar að finna útlit að þörfum flestra. Það er óþarfi að vera stanslaust að finna upp hjólið á nýjan leik og með því að aðlaga útlit að þörfum hvers og eins sparast mikill kostnaður. Heimasíðugerðin í dag snýst þannig mest um efni, uppröðun og aðlögun. Við sinnum heimasíðugerð fyrir fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga og bjóðum einnig upp á hagstæðar lausnir í hýsingum fyrir heimasíður.
Föst verð á heimasíðum.
Við getum því miður ekki boðið upp á föst verð á öllum þáttum heimasíðugerðar þar sem heimasíður geta verið misstórar og flóknar að gerð. Við bjóðum upp á föst verð á nokkrum gerðum heimasíðna og netverslunar og gerum föst verðtilboð eftir óskum viðskiptavina.
- Tölvuland ehf
- Kennitala: 620509-0860
- Stofnár: 2009
- VSK númer: 101461
- Skeljagrandi 1
- 107 Reykjavík