Skilmálar

Seljandi er Tölvuland ehf, kt. 620509-0860, virðisaukaskattsnúmer: 101461 og gilda skilmálar þessir um sölu á vörum og þjónustu til neytenda. Um skilmála þessa er fjallað í lögum um neytendakaup. Skilmálar þessir eru einungis fáanlegir á Íslensku.

Verð, skattar og gjöld:
Verð geta breyst án fyrirvara. Öll verð eru með 24% VSK og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Meðferð persónuupplýsinga:
Viðskiptavinir geta þurft að gefa persónuupplýsingar vegna kaupa á vörum eða þjónustu á þessari vefsíðu. Það sama á við um upplýsingar sem notendur þurfa að gefa upp við notendaskráningar, innskráningar, fyrirspurnir eða kannanir á vefsíðunum. Farið er með persónuupplýsingar sem algjört trúnaðarmál og þær einungis nýttar til að tryggja viðskipavinum góða þjónustu. Persónuupplýsingum er aldrei dreift til þriðja aðila. Öll samskipti á heimasíðunni fer í gegnum SSL dulkóðun. Hér getur þú skoðað skilmála Tölvulands ehf um notkun á vafrakökum.

Vöruskil á ógölluðum vörum:
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé kassakvittun eða sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta (kreditreikningur) eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan gildir í eitt ár frá útgáfudegi og er gild við almenn vörukaup. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Eignarréttarfyrirvari:
Hið selda er eign seljanda þar til verðið er greitt að fullu í samræmi við 42. gr. laga nr. 75/1997. Samþykktir víxlar, skuldabréf eða greiðsla með ávísunum afnema ekki eignarréttinn fyrr en full greiðsla hefur borist.

Ábyrgðarskilmálar:
Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við neytendakaupalög 48/2003 og miðast við kaupdagsetningu til einstaklinga. Almennur kvörtunarfrestur er 2 ár frá kaupdagsetningu. Ef um er að ræða sölu á vöru til fyrirtækis (atvinnustarfsemi) er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsettningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup nr 50/2000.
Sölureikningur vörunnar er ábyrgðarskírteini hennar. Ábyrgð er tekin á galla í vöru miðað við eðlilega notkun hennar ásamt varahlutum og vinnu. Rekstrarvörur svo sem rafhlöður og viftur eru seldar með 6-12 mánaða ábyrgð eða samkvæmt endingarmati framleiðenda þeirra. Kaupandi þarf sjálfur að standa straum af kostnaði við að koma gallaðri vöru til viðgerðar og sækja hana úr viðgerð.

Hugbúnaður:
Hugbúnaður er seldur án tilkalls til endurbóta eða breytinga sem kunna að verða gerðar á honum. Tölvuland ehf veður ekki undur neinum kringumstæðum ábyrgt fyrir skaða sem notkun hugbúnaðarins kann að valda.

Takmörkun á ábyrgð:
Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits tækis eða notkunar á rekstrarvörum þ.e. hún nær ekki til tækja sem eðlilegt þykir að endist skemur en 2 ár.
Með því að versla vöru eða þjónustu hjá Tölvulandi ehf eða í netverslunum fyrirtækisins staðfestir kaupandi að ábyrgðarþjónusta hvort sem um vinnu eða vöru er að ræða miðast alltaf við upprunalegt verð þeirrar vöru sem ábyrgðin tekur til.
Tölvuland ehf er ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgt fyrir afleiddu tjóni sem notkun á vöru eða bilun í henni kann að valda hvort sem um beint eða óbeint tjón er að ræða eða tap á söluhagnaði.

Ábyrgð fellur úr gildi:
1. Ef aðrir en starfsmenn Tölvulands ehf hafa reynt að gera við vöruna án leyfis Tölvulands ehf
2. Ef varan hefur verið tengd við ranga spennu eða straumtengi.
3. Ef verksmiðjunúmer eða innsigli hafa verið fjarlægð
4. Ef varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati tæknimanna Tölvulands ehf eða skemmst í flutningum
5. Varan hafi verið notuð við óviðunandi aðstæður

Ábyrgð er ekki tekin á:
1. Eðlilegu sliti vörunnar
2. Gögnum eða hugbúnaði á hörðum diskum tölva og þarf eigandi að bera kostnað af færslu á þeim á milli diska.
3. Skjávörnum (skjáglerum) fyrir farsíma eð spjaldtölvur sem brotna (skemmast) við notkun vörunnar.
4. Afleiddu tjóni vegna bilunar vöru. sem leiða kann af bilun, svo sem gagnabjörgun, töpuðum hagnaði og þ.h

Annað:
1. Ef bilun kemur ekki fram við skoðun er innheimt sérstakt skoðunargjald
2. Ef vara sem komið er með til ábyrgðarviðgerðar reynist ekki biluð eða viðgerð fellur ekki undir ábyrgðarskilmála, þarf eigandi að greiða fyrir þann tíma sem farið hefur í viðgerðina.