Rykið er dauðans alvara
Rykhreinsun er nauðsynleg
Kælibúnaður tölvunnar
Það er lögmál að allar fartölvur safna ryki í kælibúnað sinn.
Með tímanum myndar rykið teppi sem stíflar loftflæðið út úr tölvunni og lokar þannig heitt loft inni í henni.
Rykið safnast saman á milli kæliviftu og kæliplötu þar sem það myndar smám saman teppi sem stíflar loftflæðið út úr tölvunni og kemur þannig í veg fyrir kælingu á viðkvæmum vélbúnaði hennar. Niðurstaðan er yfirleitt sú að móðurborðið bilar á endanum en það þýðir einfaldlega að fartölvan er ónýt í flestum tilvikum. Tegund eða gerð fartölvunnar skiptir engu máli. Það þarf að rykhreinsa allar fartölvur á að lágmarki 3 mánaða fresti og jafnvel oftar. Myndin hér fyrir neðan er af móðurborði í 3ja ára gamalli MacBook fartölvu. Móðurborðið og annar vélbúnaður er fullur af ryki sem virkar sem einangrun á vélbúnaðinn og heldur þannig „hita“ á honum. Það þarf vart að taka fram að tölvan á myndinni er ónýt.
Rykhreinsun
Við bjóðum upp á margar lausnir varðandi rykhreinsun á fartölvum. Sú einfaldasta og ódýrasta er rykhreinsun með blæstri, en þá er háþrýstilofti blásið í gegnum kæliviftu fartölvunnar. Sú aðferð virkar ágætlega ef hún er framkvæmd reglulega. Einnig bjóðum við upp á rykhreinsun þar sem tölvan er opnuð og allur vélbúnaður hennar rykhreinsaður ásamt því að gengið er úr skugga um að allar skrúfur séu fastar og kæling í lagi.