Tölvuþjónusta fyrir fyrirtæki

Tölvuþjónusta fyrir lítil fyrirtæki

Tölvuþjónusta fyrir lítil fyrirtæki

Fyrirtækjaþjónusta fyrir lítil fyrirtæki

Við bjóðum litlum fyrirtækjum upp á viðgerðar og viðhaldsþjónustu á tölvubúnaði. Við mætum á staðinn og aðstoðum við uppsetningar og lagfæringar á hugbúnaði, tengingu á prenturum og uppsetningu á vírusvörnum. Einnig veitum ráðgjöf um val og innkaup á búnaði og sjáum um uppsetningar á honum.
Við sækjum bilaðar tölvur til viðgerðar á tölvuverkstæðinu okkar og skilum þeim til baka að viðgerð lokinni.

Viðhaldsþjónusta

Uppsetningar

Tölvuviðgerðir

Heimasíðugerð

Hýsingar

Heimasíður og hýsingar

Við bjóðum litlum fyrirtækjum upp á heilstæða lausn varðandi heimasíður, bæði hvað varðar uppsetningu, hýsingu og viðhald.

Hýsingar

Við bjóðum upp á hagstæðar lausnir varðandi hýsingar og tökum að okkur að flytja heimasíður á milli hýsingaraðila.

Vefumsýslukerfin

WordPress og Joomla eru ókeypis vefumsýslukerfi og er WordPress það vinsælasta í heiminum í dag með u.þ.b. 60% markaðshlutdeild. Bæði eru kerfin gríðarlega öflug og örugg og t.d. þá keyra 9% heimasíðna þekktra fyrirtækja á Joomla.

Notkun

Bæði kerfin eru einföld og þægileg í notkun og er markaður með útlit, forrit og viðbætur gríðarlega stór og kostnaður lítill og stundum enginn. Bæði kerfin henta vel fyrri einfaldar blogg síður, bókunarsíður upp í stórar netverslanir.

Stjórnun og tungumál

Joomla er með öflugar innbyggðar notendastýringar og tungumálakerfi en WordPress býður einnig upp á fjölda tungumála með hugbúnaðarviðbót. Tungumálaþýðingar eru fáanlegar á flestum tungumálum.

Helstu kostir WordPress og Joomla:

• Sveigjanleg kerfi sem auðvelt er að stækka og breyta
• Grunnkerfin eru ókeypis
• Gríðarlega örugg kerfi
• Tala flest tungumál og auðvelt að þýða.
• Innbyggður stuðningur við mörg tungumál í einu í Joomla
• WordPress er með um 60% markaðshlutdeild í heiminum
• Meira en 9% af þekktum fyrirtækjaheimasíðum keyra á Joomla
• Tilbúið fyrir leitarvélar við uppsetningu.

Fyrirtækjaþjónusta

Sendu okkur fyrirspurn

Tölvuverkstæði

Skeljagrandi 1
107, Reykjavík

Opið

M-F: 13.00 – 17.00
L-S: Lokað

Sími

899-3417