Tilbúið útlit (þema)
Í WordPress er útlit og innihald vefsíðunnar tveir aðskildir hlutir. Þema er útlit heimasíðunnar eins og hún birtist þér. Útliti (þema) er samansafn skráa og kóða sem ræður heildarútliti vefsíðunnar. Innihald síðunnar er síðan efnið sem þú setur inn á hana.
Með tilkomu vefumsýslukerfa eins og WordPress og Joomla hefur öll vinna við hönnun, uppsetningu og viðhald á vefsíðum einfaldast. Ekki er lengur þörf á því að leggja í kostnaðarsama vinnu við að hanna útlit á vefsíðum heldur er einfaldlega hægt að kaupa tilbúið útlit sem síðan er aðlagað að þínum þörfum. Hægt er að velja um hundruð ef ekki þúsundir útlita á hagstæðu verði.
Ferlið er einfalt og þægilegt.
Þú velur útlit. Lætur okkur vita hverju þú vilt breyta (Litir, leturgerð og slíkt), sendir okkur það efni sem þú vilt hafa á vefsíðunni (Texti, ljósmyndir, lógó og þ.h.) og við setjum vefsíðuna upp fyrir þig.
Sýnishorn af nokkrum útlitum á WordPress vefsíðum með tilbúnu útliti (þema). Mörg önnur útlit eru í boði.
Tilbúið útlit á forsíðu vefsíðu fyrir bílaverkstæði
Tilbúið útlit á forsíðu vefsíðu fyrir veitingastað
Tilbúið útlit á forsíðu vefsíðu fyrir lögmannsstofu
Tilbúið útlit á forsíðu vefsíðu fyrir iðnaðarmenn
Verkin okkar
Nokkrar af þeim vefsíðum sem við höfum komið að