Woocommerce netverslanir

Fyrir öll fyrirtæki

59% versla á netinu

Samkvæmt könnunum versluðu 6 af hverjum 10 íslendingum vörur á internetinu á árinu 2020. Netverslun er þess vegna mikilvæg öllum fyrirtækjum sem selja vörur á íslandi í dag. Það skiptir í raun engu máli hvernig / hversu margar vörur fyrirtækið þitt selur eða hvort það er lítið eða stórt. Netverslun mun auka sölu og þjónustu við viðskiptavini þess. Við bjóðum upp á hagstæðar lausnir varðandi woocommerce netverslanir og hjálpum þér við að greina hvernig netverslun hentar þínu fyrirtæki best.

Woocommerce netverslunarkerfið

er hluti af WordPress vefumsýslukerfinu og lagnvinsælasta netverslunarkerfið á Íslandi og í heiminum í dag með yfir 70% markaðshlutdeild á heimsvísu. Grunnkerfi Woocommerce er ókeypis eins og WordPress. Mikið úrval af viðbótum fyrir Woocommerce er í boði á góðu verði og það sama á við um útlit. Viðskiptavinir geta keypt staðlað tilbúið útlit sem við aðlögum síðan að viðkomandi fyrirtæki. Einnig er hægt að bæta Woocommerce við WordPress vefi í flestum tilvikum.

Öflugt og öruggt netverslunarkerfi

Ókeypis grunnkerfi

Mikið úrval af útlitum og forritum

70% markaðshlutdeild á heimsvísu

Auðveld í notkun

Styður mörg tungumál

Mikið öryggi

Þar sem Woocommerce er hluti af WordPress vefumsýslukerfinu býður það upp á frábæra möguleika við samnýtingu á heimasíðu og netverslun. Þú getur selt fáar vörur á heimasíðunni þinni á einfaldan hátt og þú getur einnig sett upp öfluga netverslun með hundruðum vörutegunda, hannaða að þínum þörfum.

Við höfum tíma fyrir þig

Ef þú hefur ekki tíma til að velja útlit og setja inn vörur þá getum við séð um það fyrir þig.
Við bjóðum upp á heildarþjónustu sem innifelur val á útliti, hönnun og innsetningu á texta, vörum,ljósmyndum, skráningu á leitarvélar, hýsingu, öryggisuppfærslur og fl.

 

Heimasíðuþjónusta í boði:

  • Uppsetning á grunnkerfi (WordPress-Joomla)
  • Uppsetning á Woocommerce netverslun
  • Innsetning á efni (texti og ljósmyndir)
  • Uppfærslur á efni
  • Hönnun á texta
  • Hýsingar (Umsjón með öryggisuppfærslum innifalin)
  • SSL dulkóðun
  • Skráningu á leitarvélar
  • SEO leitarvélabestun
  • Tungumálauppsetningar
  • Val á útliti
  • Flutning á milli hýsingar
  • Öryggisuppfærslur

 

Hýsingar

Við bjóðum upp á hagstæðar lausnir varðandi hýsingar og tökum að okkur að flytja heimasíður á milli hýsingaraðila. Umsjón með regluglegum öryggisuppfærslum er innifalin í hýsingu hjá okkur.

Vefumsýslukerfin

WordPress og Joomla eru ókeypis vefumsýslukerfi og er WordPress það vinsælasta í heiminum í dag með u.þ.b. 60% markaðshlutdeild. Bæði eru kerfin gríðarlega öflug og örugg og t.d. þá keyra 9% heimasíðna þekktra fyrirtækja á Joomla.

Notkun

Bæði kerfin eru einföld og þægileg í notkun og er markaður með útlit, forrit og viðbætur gríðarlega stór og kostnaður lítill og stundum enginn. Bæði kerfin henta vel fyrri einfaldar blogg síður, bókunarsíður upp í stórar netverslanir.

Stjórnun og tungumál

Joomla er með öflugar innbyggðar notendastýringar og tungumálakerfi en WordPress býður einnig upp á fjölda tungumála með hugbúnaðarviðbót. Tungumálaþýðingar eru fáanlegar á flestum tungumálum.

Helstu kostir WordPress og Joomla:

• Sveigjanleg kerfi sem auðvelt er að stækka og breyta
• Grunnkerfin eru ókeypis
• Gríðarlega örugg kerfi
• Tala flest tungumál og auðvelt að þýða.
• Innbyggður stuðningur við mörg tungumál í einu í Joomla
• WordPress er með um 60% markaðshlutdeild í heiminum
• Meira en 9% af þekktum fyrirtækjaheimasíðum keyra á Joomla
• Tilbúið fyrir leitarvélar við uppsetningu.

Sendu okkur fyrirspurn

Tölvuverkstæði

Skeljagrandi 1
107, Reykjavík

Opið

M-F: 13.00 – 17.00
L-S: Lokað

Sími

899-3417