Þegar þú kemur með tölvuna þína í skoðun á verkstæðið til okkar þarftu alltaf að greiða sérstakt skoðunargjald ef þú ákveður að skoðun lokinni að láta ekki gera við tölvuna.  Skoðun á tölvunni þinni myndar ákveðna vinnu og eins og allir vita þá er vinna ekki ókeypis.  Ef þú ákeður að láta gera við tölvuna þína þá fellur skoðunargjaldið niður þar sem það er alltaf inni í viðgerðarkostnaðinum.  Það er ekki hægt að gera við eitthvað nema vitað sé hvað á að gera við þannig að á undan viðgerð kemur alltaf skoðun eða bilanagreining.

Það er þess vegna ekkert annað en blekking að auglýsa ókeypis skoðunargjald þar sem það er ekkert ókeypis í þessum heimi eins og málshátturinn sannar. "there is no such thing as a free meal in this world."