Sunnudagur, 02 nóvember 2014 13:42

Rykið er dauðans alvara

Það er lögmál að allar tölvur safna ryki í kælibúnað sinn.  Með tímanum myndar rykið teppi sem stíflar loftflæðið út úr tölvunni og lokar þannig heitt loft inni í henni.

Í fartölvum safnast rykið saman á milli kæliviftu og kæliplötu þar sem það myndar smám saman teppi sem stíflar loftflæðið út úr tölvunni og kemur þannig í veg fyrir kælingu á viðkvæmum vélbúnaði hennar. Niðurstaðan er yfirleitt sú að móðurborðið bilar á endanum en það þýðir einfaldlega að fartölvan er ónýt í flestum tilvikum.

Tegund eða gerð fartölvunnar skiptir engu máli.  Það þarf að rykhreinsa allar fartölvur reglulega, stundum tvisvar á ári og jafnvel oftar.  Myndin er af kæliviftu úr MacBook fartölvu. Það þarf vart að taka fram að tölvan sem kæliviftan er úr er ónýt.

Borðtölvur safna einnig ryki í vélbúnað sinn á sama hátt og fartölvurnar en kælibúnaður þeirra er umfangsmeiri en í fartölvum.  Borðtölvur eru alltaf með kæliviftu á örgjörva og í spennugjafa og sé skjákort í tölvunni er kælivifta á því.  Að auki eru kassaviftur í mörgum borðtölvum en þær hafa það hlutverk að draga loft til kælingar inn í tölvukassann og skila því út úr honum aftur.  Ef ryk er ekki hreinsað reglulega úr kælibúnaði borðtölvunnar getur vélbúnaður hennar eyðilagst á stuttum tíma.

Einkenni ryksöfnunar í fartölvum og borðtölvum er oftast meiri hávaði frá kæliviftum ásamt miklum hita á ytra byrði fartölva. 

Við bjóðum upp á margar lausnir varðandi rykhreinsun á fartölvum. Sú einfaldasta og ódýrasta er rykhreinsun með blæstri, en þá er háþrýstilofti blásið í gegnum kæliviftu fartölvunnar. Sú aðferð virkar ágætlega ef hún er framkvæmd reglulega. Einnig bjóðum við upp á rykhreinsun þar sem tölvan er opnuð og allur vélbúnaður hennar rykhreinsaður ásamt því að gengið er úr skugga um að allar skrúfur séu fastar og kæling í lagi. Einnig bjóðum við upp á útskiptingu á kælikremi á örgjörvaviftu.

Við rykhreinsum borðtölvur með blæstri og göngum úr skugga um að kæliviftur séu í lagi.  Einnig bjóðum við upp á útskiptingu á kælikremi á örgjörvaviftu.

 

EINFALDAR OG ÖFLUGAR
HEIMASÍÐUR Á GÓÐU VERÐI

SKOÐA NÁNAR

ER ÞÍN TÖLVA
VARIN

Öflug vírusvörn er nauðsynleg á allar PC tölvur. Ókeypis vírusvarnir veita lélega og falska vörn.

LENTI TÖLVAN
Í TJÓNI

Við skoðum og metum ástand á tækjum sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum falls, vökva eða annars.

KORTAVESKI
FYRIR SÍMANN

Í netversluninni okkar, aukahlutir.is, er boðið upp á úrval af símaaukahlutum á frábæru verði fyrir þig.

×

TOP