Við uppfærum MAC og PC tölvur sé það hægt.

Uppfærslur auka hraða tölvunnar þinnar og gera hana betur í stakk búna til að keyra nýjasta hugbúnaðinn og tölvuleikina. Það er alls ekki víst að það sé nauðsynlegt að skipta tölvunni út ef hún er orðin þriggja ára og sein og hæg í vinnslu. Uppfærsla í SSD harðdisk og meira vinnsluminni getur gefið henni nýtt líf og lengt líftíma hennar um einhver ár.

Nánar um uppfærslur....

Við sérsmíðum PC borðtölvur eftir óskum viðskiptavina.

Sérsmíði á borðtölvum er oftast mun betri kostur en að kaupa tilbúna tölvu. Með sérsmíði getur þú valið þann vélbúnað sem þú vilt fá í tölvuna og ráðið stærð hennar. Hægt er að velja um allt frá lítilli og öflugri smátölvu sem hægt er að festa aftan á tölvuskjáinn upp í risastóra turntölvu og allt þar á milli. Við sérsmíðum heimilistölvur, fyrirtækjatölvur og leikjatölvur og veitum ráðleggingar um val á vélbúnaði.