Er tölvan klár fyrir skólann? Vertu viss og komdu með hana í ástandsmat.

Hvað felst í ástandsmati:

  • Tölvan þín er skoðuð ítarlega og álagsprófuð.
  • Tölvan er vírusskönnuð og vírusar hreinsaðir út séu þeir til staðar.
  • Tekið er til í skráarsafni tölvunnar og skrám sem ekki eru í notkun eytt.
  • Ryk er hreinsað út kæliviftu tölvunnar.
  • Metið er hvort vélbúnaður tölvunnar sé nægjanlega öflugur til að keyra nýjustu stýrikerfi og hugbúnað
  • Ending tölvunnar er metin með tilliti til aldurs og vélbúnaðar
  • Skoðað er hvort hægt er að uppfæra tölvuna og hvort það borgi sig.

Hvaða tölvur tökum við í ástandsmat:

  • Allar gerðir af Apple fartölvum 
  • Allar tegundir og gerðir af PC fartölvum og borðtölum