Við kaupum bilaðar eða skemmdar fartölvur

Það er staðreynd að endurvinnsla hefst með endurnotkun enda er ekkert raftæki 100% endurvinnanlegt. Með því að selja okkur biluðu eða skemmdu fartölvuna þína tryggir þú henni framhaldslíf. Skilyrði fyrir kaupum eru þau að tölvan sé framleidd eftir árið 2013 og að annað hvort skjár eða móðurborð (eða hvorutveggja) sé í lagi.

Það sem þú þarft að gera til að selja okkur tölvuna þína er að fylla út kaupbeiðnaformið hér á síðunni.  Um leið og við erum búnir að svara þér og samþykkja að kaupa tölvuna þarftu að koma henni á verkstæðið til okkar til skoðunar sem tekur einn sólarhring.  Ef tölvan uppfyllir kaupskilyrði okkar þá greiðum við þér fyrir hana með millifærslu á bankareikninginn þinn. Athugaðu að við áskiljum okkur rétt til að hafna kaupum án skýringa.

  • Við greiðum að hámarki 5.000 krónur fyrir tölvuna þína.  Fer eftir tegund, gerð og aldri tölvunnar
  • Við kaupum PC fartölvur og Apple fartölvur og borðtölvur
  • Tölvur sem við kaupum fara í gegnum greiningu þar sem við metum hvort það borgi sig að koma þeim í lag.
  • Við aukum vinnsluminni og setjum SSD diska í allar tölvur sem við gerum við og seljum.
  • Tölvurnar eru seldar á Íslandi.
  • Tölvur sem ekki er gert við eru rifnar og vélbúnaður þeirra nýttur til viðgerða á öðrum tölvum.

Mundu að endurvinnsla hefst með endurnotkun.  Þú getur tryggt tölvunni þinni nýtt líf.

Kaupbeiðnaformið er hér

Hér getur þú lesið grein um endurvinnslu og hvers vegna hún er ekki lausnin.