Almennt

Hverskonar fyrirtæki er Tölvuland?
Tölvuland er tölvuþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðgerðum og uppfærslum á öllum tegundum tölva.

Selur Tölvuland nýjar tölvur?
Nei. Tölvuland selur ekki nýjar tölvur. Við seljum hins vegar varahluti og íhluti í Apple og PC tölvur.

Hvaða tölvumerki gerir Tölvuland við?
Við gerum við öll merki, bæði PC og Apple.

Þarf ég að panta tíma fyrir tæki á verkstæði?
Nei þú þarft ekki að panta tíma en þú getur það ef þú vilt. Tæki sem komið er með til viðgerðar fara í röð.

 
Notið þið "viðurkennda" Apple varahluti til viðgerða á Apple fartölvum?
Já við notum aðeins orginal Apple varahluti til viðgerða á Apple tölvum.  Hins vegar ber að hafa það í huga að Apple notast við vélbúnað frá ýmsum framleiðendum í tölvurnar sínar.  SSD harðdiskar í MacBook fartölvum er t.d. yfirleitt framleiddir af Samsung eða SanDisk.  Sama á við um ýmsan annan vélbúnað Apple fartölva.

Viðgerðir og þjónusta


Hvað þarf ég að taka með mér þegar ég kem með tölvuna mína í viðgerð til ykkar?
Þú þarft að taka hleðslutækið með þér ef um fartölvu er að ræða (PC-Apple). Ef um borðtölvu er að ræða þá þarftu ekki að taka neitt með þér nema það tengist biluninni á einhvern hátt.

Er einhver hætta á því að gögnin mín glatist við viðgerð eða skoðun á tölvunni minni?
þegar tölvan þín kemur til okkar í skoðun eða bilanagreiningu þá eru gögnin þín ekki í neinni sérstakri hættu. Skoðunin-bilanagreiningin eyðir engum gögnum af tölvunni þinni. Hins vegar eru gögnin þín alltaf í hættu ef þú átt ekki afrit af þeim. Harðdiskurinn getur bilað hvenær sem er, hvort sem tölvan er á verkstæði eða ekki. Athugaðu að þú tekur ekki afrit af gögnunum þínum eftir að þau eru glötuð og vinna við að endurheimta gögn er yfirleitt mjög dýr.

Takið þið sjálfkrafa afrit af gögnunum mínum?
Við tökum ekki afrit af gögnunum þínum nema þú biðjir um það, sért að kaupa slíka þjónustu, eða þjónustu sem innifelur afritatöku. Við gerum hins vegar aldrei neitt við tölvuna þína sem eyðir gögnunum þínum án þess að tala við þig fyrst og láta þig vita.

Í hvernig ástandi er tölvan eftir heildaruppsetningu á stýrikerfi? Eru öll gögnin mín á sínum stað?
Tölvan þín kemur í svipuðu ástandi og þegar hún var ný. Þ.e. hún kemur uppsett með stýrikerfi og þeim aukaforritum sem fylgdiu með henni séu þau til staðar við uppsetningu. Þetta þýðir að þú þarft að setja öll forrit sem þú hefur notað á tölvunni þinni upp aftur (Forrit eins og t.d. Office). Ef uppsetningin hefur innifalið afritatöku þá eiga gögnin að vera á sínum stað á notendasvæðum tölvunnar. Að auki ber að hafa í huga að eftir því sem tíminn líður frá því að tölvan var ný uppfærist hugbúnaður (stýrikerfi) hennar með ýmsum forrita og öryggisuppfærslum. Hubúnaðurinn sjálfur (stýrikerfið) verður þannig þyngri í keyrslu með tímanum.

Hvað innifelur rykhreinsun á tölvunni?
Við bjóðum upp á tvenns konar þjónustu við rykhreinsun á fartölvu. Annars vegar rykhreinsun með blæstri þar sem ryk er hreinsað úr kælingu tölvunnar með háþrýstilofti. Síðan bjóðum við upp á rykhreinsun þar sem tölvan er tekin í sundur og rykhreisnuð. Þá er vélbúnaður tölvunnar rykhreinsaður í heild sinni.

Er alltaf hægt að hreinsa vírusa út af tölvunni minni og verður hún jafngóð og áður?
Já það er yfirleitt alltaf hægt að hreinsa vírusa út af tölvunni þinni. Hvort hún verður jafngóð og áður fer hins vegar eftir því um hvaða vírusa var að ræða og hversu mikið hún var sýkt. Í sumum tilfellum er ráðlagt að setja stýrikerfi tölvunnar upp aftur (strauja hana). Vírusar geta skemmt stýrikerfið og þó að búið sé að losa tölvuna við þá er ekki víst að hún verði söm eftir.