Verslunarskilmálar – Ábyrgðarskilmálar

  

Ábyrgðarskilmálar

Notaðar vörur

Allar notaðar vörur eru seldar með að lágmarki þriggja mánaða ábyrgð til einstaklinga og fyrirtækja og er sölureikningur vörunnar ábyrgðarskírteini hennar..  Ábyrgð er tekin á galla í vöru miðað við eðlilega notkun hennar ásamt varahlutum og vinnu.  Kaupandi þarf sjálfur að standa straum af  kostnaði við að koma gallaðri vöru til viðgerðar og sækja hana úr viðgerð.


Nýjar vörur

Allar nýjar vörur eru seldar með tveggja ára ábyrgð til neytenda, en eins árs ábyrgð til fyrirtækja í samræmi við lög um neytendakaup, nr. 48/2003 og er sölureikningur vörunnar ábyrgðarskírteini hennar.  Ábyrgð er tekin á galla í vöru miðað við eðlilega notkun hennar ásamt varahlutum og vinnu.  Rekstrarvörur svo sem rafhlöður og viftur eru seldar með 6-12 mánaða ábyrgð eða samkvæmt endingarmati framleiðenda þeirra.   Kaupandi þarf sjálfur að standa straum af  kostnaði við að koma gallaðri vöru til viðgerðar og sækja hana úr viðgerð.


Hugbúnaður

Hugbúnaður er seldur án tilkalls til endurbóta eða breytinga sem kunna að verða gerðar á honum.  Tölvuland ehf veður ekki undur neinum kringumstæðum ábyrgt fyrir skaða sem notkun hugbúnaðarins kann að valda.


Takmörkun á ábyrgð


Með því að versla vöru eða þjónustu hjá Tölvulandi ehf eða í netverslunum fyrirtækisins staðfestir kaupandi að ábyrgðarþjónusta hvort sem um vinnu eða vöru er að ræða miðast alltaf við upprunalegt verð þeirrar vöru sem ábyrgðin tekur til.
Tölvuland ehf er ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgt fyrir afleiddu tjóni sem notkun á vöru eða bilun í henni kann að valda hvort sem um beint eða óbeint tjón er að ræða eða tap á söluhagnaði.


Ábyrgð fellur úr gildi:

1.    Ef aðrir en starfsmenn Tölvulands ehf  hafa reynt að gera við vöruna án leyfis Tölvulands ehf
2.    Ef varan hefur verið tengd við ranga spennu eða straumtengi.
3.    Ef verksmiðjunúmer eða innsigli hafa verið fjarlægð
4.    Ef varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati tæknimanna Tölvulands ehf eða skemmst í flutningum
5.    Varan hafi verið notuð við óviðunandi aðstæður


Ábyrgð er ekki tekin á:

1.    Eðlilegu sliti vörunnar
2.    Gögnum eða hugbúnaði á hörðum diskum tölva og þarf eigandi að bera kostnað af færslu á þeim á milli diska.
3.    Afleiddu tjóni vegna bilunar vöru. sem leiða kann af bilun, svo sem gagnabjörgun, töpuðum hagnaði og þ.h


Annað

1.    Ef bilun kemur ekki fram við skoðun er innheimt sérstakt skoðunargjald
2.    Ef vara sem komið er með til ábyrgðarviðgerðar reynist ekki biluð eða viðgerð fellur ekki undir ábyrgðarskilmála, þarf eigandi að greiða fyrir þann tíma sem farið hefur í viðgerðina.

Pantanir-Netverslun

Við munum alltaf gera okkar besta til að afgreiða pöntunina þína eins fljótt og við mögulega getum eftir að greiðsla hefur borist.  Almennur afgreiðslutími á pöntunum er 1-3 virkir dagar. Fáir þú pöntunarstaðfestingu senda í tölvupósti þýðir það ekki endilega að pöntunin þín hafi verið samþykkt.
Við áskiljum okkur fullan rétt til þess að fella niður hvaða pöntun sem er en áður en til þess kemur er kaupandi látinn vita með tölvupósti  Ástæður fyrir því að pöntun er felld niður eru aðallega þær að galli eða bilun kemur fram í vörunni við afgreiðslu, villur eru í vörulýsingum eða verði á heimasíðu, lagerstaða er röng eða um prentvillu í vörulýsingu / verði er að ræða.
Sala hefur ekki farið fram fyrr en varan er send af stað til kaupanda eða kaupandi móttekur hana í lagerafgreiðslu.

 

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.


Verð, skattar og gjöld:

Verð geta breyst án fyrirvara. Öll verð eru með 25,5% VSK og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.Eignarréttarfyrirvari

Hið selda er eign seljanda þar til verðið er greitt að fullu í samræmi við 42. gr. laga nr. 75/1997.  Samþykktir víxlar, skuldabréf eða greiðsla með ávísunum afnema ekki eignarréttinn fyrr en full greiðsla hefur borist.

Skilmálar þessir eru verslunarskilmálar Tölvulands ehf og tóku gildi þann 1.júní 2009. Skilmálar þessir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar(kaupanda) þegar viðskipti hafa átt sér stað á millikaupanda og seljanda(Tölvulandehf)

EINFALDAR OG ÖFLUGAR
HEIMASÍÐUR Á GÓÐU VERÐI

SKOÐA NÁNAR

ER ÞÍN TÖLVA
VARIN

Öflug vírusvörn er nauðsynleg á allar PC tölvur. Ókeypis vírusvarnir veita lélega og falska vörn.

LENTI TÖLVAN
Í TJÓNI

Við skoðum og metum ástand á tækjum sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum falls, vökva eða annars.

KORTAVESKI
FYRIR SÍMANN

Í netversluninni okkar, aukahlutir.is, er boðið upp á úrval af símaaukahlutum á frábæru verði fyrir þig.

×

TOP