Mánudagur, 19 júní 2017 00:27

Hvað er SSD harðdiskur og að hvaða leyti er hann frábrugðinn venjulegum harðdisk?Að innan lýtur venjulegur harðdiskur út ekki ósvipað og plötuspilari, diskur sem snýst undir armi. Venjulegir harðdiskar hafa verið til frá árinu 1956 en á þeim tíma sem liðinn er síðan þá hafa þeir tekið framförum varðandi hraða og geymslupláss.

Mánudagur, 21 desember 2015 00:38

Við fáum reglulega fyrirspurnir frá viðskiptavinum okkar varðandi kaup á fartölvum. Að ákveða hvernig fartölvu á að kaupa getur verið flókið og erfitt enda er úrvalið gríðarlega mikið og gæðin og getan misjöfn.  Án vitneskjunnar um hvað skuli kaupa er hætta á því að maður komi heim með tölvu sem hefur varla afl til að komast á internetið.

Sunnudagur, 02 nóvember 2014 13:45

Það er óhætt að segja sem svo að fátt sé leiðinlegra fyrir tölvunotandann en að fá vírus á tölvuna sína. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki aðeins leiðinlegt heldur getur það hreinlega verið hættulegt að fá vírus á tölvuna sína.Vírusar eru oftast hættulegir þ.e. þeir skemma tölvuna okkar, stela upplýsingum af henni, nota hana í eigin þágu eða taka hana hreinlega í gíslingu. 

Sunnudagur, 02 nóvember 2014 13:42

Það er lögmál að allar tölvur safna ryki í kælibúnað sinn.  Með tímanum myndar rykið teppi sem stíflar loftflæðið út úr tölvunni og lokar þannig heitt loft inni í henni.

Í fartölvum safnast rykið saman á milli kæliviftu og kæliplötu þar sem það myndar smám saman teppi sem stíflar loftflæðið út úr tölvunni og kemur þannig í veg fyrir kælingu á viðkvæmum vélbúnaði hennar. Niðurstaðan er yfirleitt sú að móðurborðið bilar á endanum en það þýðir einfaldlega að fartölvan er ónýt í flestum tilvikum.

Sunnudagur, 02 nóvember 2014 13:38

Hvernig er best að nota þær til að hámarka líftíma þeirra? Apple fartölvur (MacBook og MacBook Pro) nota lithium-polymer rafhlöður.  Nýjasta línan af MacBook Pro fartölvunum (Retina) notar stærri rafhlöður sem eru óútskiptanlegar úr tölvunum.  Hönnun þeirra miðast við breytilega hleðslu til lengingar á líftíma þeirra.

Sunnudagur, 02 nóvember 2014 13:20

Endurvinnsla hefst með endurnotkun ! Draga úr notkun, endurnota, endurvinna eru hugtök sem hafa fylgt okkur flestum frá barnsaldri.  Endurvinnsla er hins vegar eina hugtakið sem virðist hafa fest sig í huga okkar.  Á hverjum einasta degi kaupum við, notum og endurvinnum. Í hverri einustu viku dröslum við enduvinnanlegu hlutunum okkar niður í Sorpu eða

EINFALDAR OG ÖFLUGAR
HEIMASÍÐUR Á GÓÐU VERÐI

SKOÐA NÁNAR

ER ÞÍN TÖLVA
VARIN

Öflug vírusvörn er nauðsynleg á allar PC tölvur. Ókeypis vírusvarnir veita lélega og falska vörn.

LENTI TÖLVAN
Í TJÓNI

Við skoðum og metum ástand á tækjum sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum falls, vökva eða annars.

KORTAVESKI
FYRIR SÍMANN

Í netversluninni okkar, aukahlutir.is, er boðið upp á úrval af símaaukahlutum á frábæru verði fyrir þig.

×

TOP