Heimasíður og hýsing

Fyrir einstaklinga og lítil fyrirtæki

Heimasíðugerð og hýsingar

Heimasíða virkar

Hún býr til viðskipti og eykur trúverðuleika þíns fyrirtækis enda reikna flestir með því að fyrirtækið þitt sé með heimasíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um það og þá vöru/þjónustu sem það býður upp á. Heimasíða er einnig mikilvæg öllum fyrirtækjum til að markaðssetja sig og auglýsa á netinu.

Það skiptir engu máli í hvaða starfsemi fyrirtækið þitt er, hversu lítið/stórt það er, gamalt eða nýtt. Heimasíða virkar. Við bjóðum upp á hagstæðar lausnir í WordPress og Joomla heimasíðugerð. Við hjálpum þér við þarfagreiningu og saman komumst við að því hvernig heimasíða hentar þér og þínu fyrirtæki best. – Saman finnum við lausn.

Öflug og örugg vefumsýslukerfi

Ókeypis grunnkerfi

Mikið úrval af útlitum og forritum

Möguleiki á öflugri netverslun

Auðveld í notkun

Styðja mörg tungumál

Mikið öryggi

WordPress og Joomla

eru gríðarlega öflug „ókeypis“ vefumsýslukerfi fyrir einstaklinga og lítil fyrirtæki. Við bjóðum upp á hagstæðar lausnir í WordPress og Joomla heimasíðugerð.
Þar sem heimasíður eru eins misjafnar og þær eru margar er nánast ómögulegt að gefa upp fast verið á heimasíðu fyrir fram nema um einfalda síðu sér að ræða.
Við bjóðum upp á einfalda WordPress eða Joomla heimasíðu með forsíðu og 4 undirsíðum á föstu verði.  Hér getur þú skoðað sýnishorn af slíkri heimasíðu og séð hvað hún kostar.
Innifaldið í slíkri heimasíðu er uppsetning hjá hýsingaraðila, staðlað útlit, stilling á tungumáli og kerfi, innsetning á texta, ljósmyndum, lógói og tölvupóstformi.

Við höfum tíma fyrir þig

Ef þú hefur ekki tíma til að velja útlit, semja texta og velja ljósmyndir á heimasíðu sem þú verður að setja upp þá getum við séð um það fyrir þig.
Við bjóðum upp á heildarþjónustu sem innifelur val á útliti, hönnun og innsetningu á texta, val og innsetningu á ljósmyndum, skráningu á leitarvélar, hýsingu, öryggisuppfærslur og fl.
Sendu okkur upplýsingar um þig eða fyrirtækið þitt og við sendum þér fast verðtilboð til baka.

 

Heimasíðuþjónusta í boði:

  • Uppsetning á grunnkerfi (WordPress-Joomla)
  • Uppsetning á Woocommerce netverslun
  • Innsetning á efni (texti og ljósmyndir)
  • Uppfærslur á efni
  • Hönnun á texta
  • Hýsingar (Umsjón með öryggisuppfærslum innifalin)
  • SSL dulkóðun
  • Skráningu á leitarvélar
  • SEO leitarvélabestun
  • Tungumálauppsetningar
  • Val á útliti
  • Flutning á milli hýsingar
  • Öryggisuppfærslur

 

Hýsingar

Við bjóðum upp á hagstæðar lausnir varðandi hýsingar og umsjón með regluglegum öryggisuppfærslum er innifalin í hýsingu hjá okkur.

Vefumsýslukerfin

WordPress og Joomla eru ókeypis vefumsýslukerfi og er WordPress það vinsælasta í heiminum í dag með u.þ.b. 60% markaðshlutdeild. Bæði eru kerfin gríðarlega öflug og örugg og t.d. þá keyra 9% heimasíðna þekktra fyrirtækja á Joomla.

Notkun

Bæði kerfin eru einföld og þægileg í notkun og er markaður með útlit, forrit og viðbætur gríðarlega stór og kostnaður lítill og stundum enginn. Bæði kerfin henta vel fyrri einfaldar blogg síður, bókunarsíður upp í stórar netverslanir.

Stjórnun og tungumál

Joomla er með öflugar innbyggðar notendastýringar og tungumálakerfi en WordPress býður einnig upp á fjölda tungumála með hugbúnaðarviðbót. Tungumálaþýðingar eru fáanlegar á flestum tungumálum.

Helstu kostir WordPress og Joomla:

• Sveigjanleg kerfi sem auðvelt er að stækka og breyta
• Grunnkerfin eru ókeypis
• Gríðarlega örugg kerfi
• Tala flest tungumál og auðvelt að þýða.
• Innbyggður stuðningur við mörg tungumál í einu í Joomla
• WordPress er með um 60% markaðshlutdeild í heiminum
• Meira en 9% af þekktum fyrirtækjaheimasíðum keyra á Joomla
• Tilbúið fyrir leitarvélar við uppsetningu.

Sendu okkur fyrirspurn

Tölvuverkstæði

Skeljagrandi 1
107, Reykjavík

Opið

M-F: 13.00 – 17.00
L-S: Lokað

Sími

899-3417