Ástandsmat

Prófanir og skoðun á Apple og PC tölvum

Ástandsmat

Ástandsmat

Ítarleg skoðun og prófanir á Apple og PC tölvum.

Við ástandsmat er tölvan þín skoðuð ítarlega og vélbúnaður hennar álagsprófaður. Tölvan fer í gegnum vírusleit og hreinsun ef vírusar eru til staðar á henni. Tekið er til í skráarsafni tölvunnar og skrám sem ekki eru í notkun eytt.

Vélbúnaður tölvunnar

Ryk er hreinsað úr kæliviftum og vélbúnaður tölvunnar metinn með tilliti til getu hans til keyrslu á nýjustu stýrikerfum. Uppfærslumöguleikar eru skoðaðir með tilliti til aldurs tölvunnar og metið hvort uppfærsla borgi sig.

Við álagsprófum allar gerðir af Apple og PC tölvum.

Álagspróf á vélbúnaði

Vírusskönnun og hreinsun

Skráarhreinsun

Rykhreinsun

Uppfærslur

Allar almennar tölvuviðgerðir.

Tölvuland sérhæfir sig í viðgerðum á Apple og PC fartölvum og borðtölvum. Verkstæðið er fullkomið og vel tækjum búið þar sem öllum almennum tölvuviðgerðum er sinnt. Uppsetning verkstæðisins er m.a. sniðin að bilanagreiningum á Apple fartölvum og getur verkstæðið bilanagreint Apple fartölvur á skjótan og áreiðanlegan hátt. Við útvegum alla varahluti, hvort sem þeir eru nýjir eða notaðir (Þitt er valið). Við skiptum um vélbúnað í tölvum, setjum upp hugbúnað og hreinsum út vírusa svo fátt eitt sé talið upp.

Ástandsmat

Sendu okkur fyrirspurn

Tölvuverkstæði

Skeljagrandi 1
107, Reykjavík

Opið

M-F: 13.00 – 17.00
L-S: Lokað

Sími

899-3417