Apple viðgerðir

Við gerum við allar tegundir

Apple viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki

Margra ára reynsla og þekking í Apple – Mac viðgerðum ásamt fullkomnu tölvuverkstæði gera okkur mögulegt að bilanagreina Apple tölvur á nákvæman hátt á skömmum tíma.
Við skiptum um alla útskiptanlega hluti séu þeir bilaðir, eins og t.a.m. lyklaborð, raftengi, harðdiska, diskstýringar, móðurborð og vinnsluminni. Við setjum upp stýrikerfi frá grunni, hreinsum út vírusa og annan ófögnuð og tökum afrit af gögnum.

Við skiptum um bilaðan vélbúnað

Við uppfærum og gerum tölvuna hraðari

Við setjum upp stýrikerfi

Við hreinsum út vírusa

Við rykhreinsum

Við tökum afrit af gögnum

Það getur verið erfitt að bilanagreina tölvur í gegnum síma eða tölvupóst. Einfaldasta og þægilegast leiðin fyrir þig til að komast að því hvað er að tölvunni þinni er að koma henni á verkstæðið til okkar. Svona er ferlið:

1. Tölvan á verkstæði

Þú kemur tölvunni á verkstæðið til okkar.

2. Bilanagreining

Við skoðum tölvuna og finnum út hvað er að henni og hvað þarf að gera til að koma henni í lag.

3. Við látum þig vita

Við látum þig vita hvað er að tölvunni þinni, hvað viðgerðin kostar og hvað hún tekur langan tíma.

4. Þú samþykkir viðgerð.

Við gerum við tölvuna og látum þig vita þegar hún er tilbúin.

4. Þú hafnar viðgerð.

Þú sækir tölvuna á verkstæðið til okkar og greiðir fyrir bilanagreiningu.

5. Að viðgerð lokinni.

Þú sækir tölvuna á verkstæðið til okkar og greiðir fyrir viðgerðina.
r

Rykhreinsun

Rykhreinsun er innifalin í öllum tölvuviðgerðum hjá okkur.
h

Ábyrgð

Við tökum að sjálfsögðu ábyrgð á okkar vinnu í samræmi við lög um þjónustukaup.