Ábyrgðarskilmálar
TölvulandNotaðar vörur
Allar notaðar vörur eru seldar með að lágmarki þriggja mánaða ábyrgð til einstaklinga og fyrirtækja og er sölureikningur vörunnar ábyrgðarskírteini hennar.. Ábyrgð er tekin á galla í vöru miðað við eðlilega notkun hennar ásamt varahlutum og vinnu. Kaupandi þarf sjálfur að standa straum af kostnaði við að koma gallaðri vöru til viðgerðar og sækja hana úr viðgerð.
Nýjar vörur
Allar nýjar vörur eru seldar með tveggja ára ábyrgð til neytenda, en eins árs ábyrgð til fyrirtækja í samræmi við lög um neytendakaup, nr. 48/2003 og er sölureikningur vörunnar ábyrgðarskírteini hennar. Ábyrgð er tekin á galla í vöru miðað við eðlilega notkun hennar ásamt varahlutum og vinnu. Rekstrarvörur svo sem rafhlöður og viftur eru seldar með 6-12 mánaða ábyrgð eða samkvæmt endingarmati framleiðenda þeirra. Kaupandi þarf sjálfur að standa straum af kostnaði við að koma gallaðri vöru til viðgerðar og sækja hana úr viðgerð.
Hugbúnaður
Hugbúnaður er seldur án tilkalls til endurbóta eða breytinga sem kunna að verða gerðar á honum. Tölvuland ehf veður ekki undur neinum kringumstæðum ábyrgt fyrir skaða sem notkun hugbúnaðarins kann að valda.
Takmörkun á ábyrgð
Með því að versla vöru eða þjónustu hjá Tölvulandi ehf eða í netverslunum fyrirtækisins staðfestir kaupandi að ábyrgðarþjónusta hvort sem um vinnu eða vöru er að ræða miðast alltaf við upprunalegt verð þeirrar vöru sem ábyrgðin tekur til.
Tölvuland ehf er ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgt fyrir afleiddu tjóni sem notkun á vöru eða bilun í henni kann að valda hvort sem um beint eða óbeint tjón er að ræða eða tap á söluhagnaði.
Ábyrgð fellur úr gildi:
1. Ef aðrir en starfsmenn Tölvulands ehf hafa reynt að gera við vöruna án leyfis Tölvulands ehf
2. Ef varan hefur verið tengd við ranga spennu eða straumtengi.
3. Ef verksmiðjunúmer eða innsigli hafa verið fjarlægð
4. Ef varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati tæknimanna Tölvulands ehf eða skemmst í flutningum
5. Varan hafi verið notuð við óviðunandi aðstæður
Ábyrgð er ekki tekin á:
1. Eðlilegu sliti vörunnar
2. Gögnum eða hugbúnaði á hörðum diskum tölva og þarf eigandi að bera kostnað af færslu á þeim á milli diska.
3. Afleiddu tjóni vegna bilunar vöru. sem leiða kann af bilun, svo sem gagnabjörgun, töpuðum hagnaði og þ.h
Annað
1. Ef bilun kemur ekki fram við skoðun er innheimt sérstakt skoðunargjald
2. Ef vara sem komið er með til ábyrgðarviðgerðar reynist ekki biluð eða viðgerð fellur ekki undir ábyrgðarskilmála, þarf eigandi að greiða fyrir þann tíma sem farið hefur í viðgerðina.